Táknmál ljóss og myrkurs í Þorlákstíðum

Aktivitet: Tale eller præsentation - typerForedrag og mundtlige bidrag

Beskrivelse

Í upphafi Þorlákstíða á latínu stendur að myrkrin, tenebre, flýi á Þorláksmessu og ljósið, lumen, upplýsi með geislum sínum huga trúrækinnar þjóðar sem dansar af fögnuði. Annars staðar í tíðunum er Þorlákur sagður ljós lífsins, iubar vite, sem úthellir ljósi sínu yfir þetta myrka land, terre huic caliginose. Í þessu erindi verður greint frá slíkum dæmum í íslenskum textum um Þorlák helga (d. 1193), þar sem ljósið er táknmynd guðdómlegrar leiðsagnar og innfluttrar upplýsingar frá klausturskólum Parísar en myrkrið þoka vanþekkingar sem umlykur ekki aðeins Ísland á hjara veraldar (í skammdeginu á Þorláksmessu) heldur sjálft Norðrið sem líður fyrir hættulega forneskju sína og trúvillu. Höfð verður hliðsjón af sambærilegum textum um Ólaf helga (d. 1030), helsta dýrlingi Norðmanna. Spurt verður hvort lesa megi inn í notkun hins staðlaða myndmáls Rómakirkju suðræna fordóma gegn möguleikum menningar á norðlægari breiddargráðum.
Periode13 mar. 2015
BegivenhedstitelHugvísindaþing 2015
BegivenhedstypeKonference
PlaceringReykjavík, IslandVis på kort