Latnesk elegía um Jóhannes guðspjallamann frá Hofi í Vatnsdal

Aktivitet: Tale eller præsentation - typerForedrag og mundtlige bidrag

Beskrivelse

Þótt fjölmargar dýrlingasögur hafi verið þýddar á íslensku og lesnar í kirkjum hafa eiginlegar dýrlingamessur á Íslandi ekki farið fram á þjóðtungunni og stundum eru látin fylgja sögum dýrlinga í íslenskum handritum stutt kvæði á latínu (sem oftast eru ekki höfð með í útgáfum) eins og til að undirstrika að hin kaþólska miðaldamessa var alþjóðleg athöfn sem haldin var á heilagri tungu Rómakirkju hvar sem var í heiminum. Í erindinu ætla ég að fjalla um eitt slíkt kvæði sem stendur aftast í AM 649 a 4to sem eins gæti heitið „Hofsbók í Vatnsdal“(til aðgreiningar frá 17. aldar Njálunni AM 134 fol. sem kölluð er „Hofsbók“ eftir Hofi í Vopnafirði) svo rækilega sem handritið er merkt kirkjunni á Hofi í Vatnsdal. Kvæðið er haglega ort klassísk elegía um Jóhannes guðspjallamann, verndardýrling kirkjunnar að Hofi, raunar hið ágætasta sinnar tegundar sem ort hefur verið á íslenskum miðöldum. Það minnir um margt á svipuð kvæði í öðrum handritum sem að líkindum eru ort í Benediktsklaustrinu á Þingeyrum í sömu sveit, þaðan sem „Hofsbók í Vatnsdal“ á sennilega einnig uppruna sinn. Kvæðið hefur ekki áður verið gefið út, þýtt eða rannsakað en erindið byggir á væntanlegri grein minni og Astridar Marner um latínukvæðin frá Þingeyrum.
Periode9 mar. 2019
BegivenhedstitelHugvísindaþing 2019: The Annual Humanities Conference of the University of Iceland
BegivenhedstypeKonference
PlaceringReykjavík, IslandVis på kort
Grad af anerkendelseInternational